Rangárslétta 3

Rangárslétta 3

Option 1
Style:
Option 2
Style:
Option 3
Style:

Verkefnismyndir

Upplýsingar um verkefni

Heklusýn kynnir fallegt 168 fm heilsárshús í einskonar ,,barn-style“ ásamt umtalsverðu landi eða tæplega fimm hekturum sem liggur að Ytri-Rangá í Landsveit. Húsið stendur í fallegu hrauni, umlukið miklum gróðri, aðallega birkitrjám, ýmsum víðitegundum og mosa en fjöldi annarra villtra planta er þar einnig að finna. Frá húsinu er fagurt víðsýni, m.a. til Heklu, Búrfells, Bjólfells, Tindfjalla, Selsundsfjalls, Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings í Fjlótshlíð. Um er að ræða einstaka eign og góða fjárfestingu á sérlega fallegu og miklu landi með útsýni yfir Ytri-Rangá.

Aðeins er rúmlega klukkustundar akstur frá Reykjavík en húsið er á Rangársléttu, við Leirubakka í Landsveit. Þaðan eru aðeins 16 km að afleggjaranum inn í Landmannalaugar og þaðan áfram inn á fallegasta hluta hálendis Íslands, þ.e. Fjallabak. Stutt í sundlaugina á Laugalandi, golfvöllinn á Hellu og góður veitingastaður er á Landhóteli, svo eitthvað sé nefnt.

Aðeins verða byggð 12-14 hús byggð á Rangársléttu, þannig að hvert hús fær mikið land og þar með mikið næði enda fjarlægð milli húsa mikil. Þetta er staður og hús fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig með villta náttúru allt í kring, ásamt mikilli fjallasýn.

Húsið er með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, ásamt þvottahúsi og stóru alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Mikil lofthæð er í húsinu sem opnar rýmin og gerir þau stærri og bjartari. Í loftunum er einstaklega falleg og vönduð, óbein lýsing eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Verð og afhending
Hægt er að fá húsið afhent fullbúið. Húsið er verðlagt á 122 milljónir með frágenginni lóð og útilýsingu, tilbúið til innréttinga að innan og málað eina umferð. Að sjálfsögðu er hægt að bæta við bílskúr eða gestahúsi ef þess er óskað.  Athugið að inn í verðinu eru a.m.k. fjórir hektarar sem eru umfram það sem fylgir hefðbundinni frístundalóð en spildan er eins og áður sagði 4.8 hektarar og liggur alveg að Rangá. Húsið er með gólfhita sem stýrt er af mjög vönduðu varmadælukerfi frá Nibe og er því mun ódýrara að hita það en með hefðbundinni rafmagnshitun. Húsið er klætt með litaðri liggjandi furu og á þakinu er svokallað Dansk Dekken þakefni. Gluggar og hurðar eru ál/tré frá Idealcombi auk þess sem lagður hefur verið 130 fm sólpallur sem er yfirbyggður að hluta og með fallegu handriði úr hertu öryggisgleri með álklæddum stoðum.

Ef þú ert að leita af fallegu húsi á stórri spildu, í einstakri náttúru þar sem þú nýtur kyrrðar og fjarlægðar frá öðrum, þá er Heklusýn fyrir þig.
Nánari upplýsingar færðu hjá Styrmi Bjarti,  S. 354-899-9090 styrmir@croisette.is og Skúla K. Skúlasyni hjá Heklusýn. S. 822-8080.

Verkefni myndband

Verkefnaskipulag pdf

Hér finnur þú allar upplýsingar um verkefnið í PDF skjölum